Úlfur Úlfur - Í Nótt lyrics

Published

0 260 0

Úlfur Úlfur - Í Nótt lyrics

Skynsemin sefur og úrið mitt telur afturábak Veröldin verður seint fegurri Drykkurinn gleður mig Og drykkurinn sefar mig Sendi reykmerki til minna nánustu ég boða ykkur frið Kem með kerti og pókerspil ég legg allt að veði: aleiguna, lífið mitt og dauðann, frumburðinn Og sjálfan mig Nóttin er ung eins og ég Hún er tælandi eins og kvenkynið sem verðlaunar mig ef að ég Haga mér ekki vel Brenni 10.000 kall Er ég staulast inn á Prikið, dusta rykið af minningum Rifja upp eigið skírnarnafn Gleypi haglabyssuskot Fylli lungun, breiði út vænghafið og hef mig svo á loft Farið þið fjandans til Glaseygði flandrarinn í leit að hinni einu sönnu einnota ást ég sagði farið þið fjandans til Og skilið kveðju frá mér Undir fullu tungli fara skrímslin á stjá, vinur Mig langar ekk'að sofa - ég vil bara lifa í draum Og deyja síðan glottandi með opna buxnaklauf Gemmér einn, gemmér tvo, gemmér allt sem að þú átt Gemmér ástæðu til þess að ganga alltof fokking langt Í nótt, í nótt, í nótt ég stíg minn dans, ég stíg minn dans Tunglið er fullt Tunglið er fullt Yðar einlægur á ráfi eftir hálum veg Gleraugun jafn skökk og hann sjálfur er Miðbærinn er striginn og hann málar vel á morgun verður tilveran hel Hugurinn er svarthol sem að gleypir allt En ég lýsi upp blackoutið með stolnum kveikjara ég ranka við mér inn í endalausum speglasal En fatta ekki hver þeirra er í raun ég ég er mennskur - ég er dýr ævi mín er ævintýr Skipti um ham á nýju tungli, fer í spariskinn og skenki mér í glas úr æskubrunn í nýþvegnum nærfötum Fer og geri dauðans dyraat og leik mér einungis með eld Og vitsmunalíf mitt þamba blóð úr jesús krist Elti drekann yfir hóla og hæðir, höfin sjö, um stjörnukerfið Enda veraldar Enda ferðalagið þar Eins og vitur maður sagði "þetta djamm djammar sig ekki sjálft" Í nótt, í nótt, í nótt ég stíg minn dans, ég stíg minn dans Tunglið er fullt Tunglið er fullt

You need to sign in for commenting.
No comments yet.