Svavar Knútur - Ölduslóð lyrics

Published

0 365 0

Svavar Knútur - Ölduslóð lyrics

Ölduslóð, báruljóð Bundin í orðum Norðurglóð, geislaflóð Gengum við forðum Myndirnar svarthvítar Og allt sem í þeim býr Allt sem var og alls staðar Er minningin um þig svo skýr Myrkur sjór, mjúkur snjór Mættumst í leyni Stjörnukór, kuldaskór Sátum á steini Myndirnar svarthvítar Og allt sem í þeim býr Alls staðar og allt sem var Er minningin um þig svo skýr Loforðin týndust eitt og eitt En draumarnir lifa enn Þó allt sé breytt Ölduslóð, báruljóð Bundin í orðum Norðurglóð, götu hljóð Gengum við forðum

You need to sign in for commenting.
No comments yet.