Svavar Knútur - Hverjum Hefði Getað Dottið Í Hug? lyrics

Published

0 487 0

Svavar Knútur - Hverjum Hefði Getað Dottið Í Hug? lyrics

Ég veit ekki hvað það er sem ég finn, er ég horfi á þig. Einhver ókunnug tilfinning læðist inn og gagntekur mig. Og ég heyri þig syngja og ég heyri þitt lag. Og hverjum hefði getað dottið í hug að ég myndi finna þig á þessum stað, á brennipunkti minna minninga? Hverjum hefði getað dottið í hug að sálir sem týnast og troðast í svað, rati aftur heilar heim í hlað? Og þegar við kysstumst var eins og tíminn stæði kyrr. En svo tók hann á stökk og stundirnar þutu sem aldrei fyrr. Og ég heyri þig syngja og ég heyri þitt lag.

You need to sign in for commenting.
No comments yet.