Haldið upp á heiðina með mér höfuðin fjúka í nótt Guðirnir gefa okkur þrótt Guðirnir veita okkur þrótt til að sigra Vinir, ykkar vígamóði her veitir mér liðveislu í nótt Guðirnir gefa okkur þrótt Guðirnar veita okkur þrótt til að sigra Sver ég nú og sverðið legg svírann á og sundur hegg Jórinn þreyttur, ég er sár Jökullinn yfir gnæfir hár Blóðugur með brotna hönd berst ég einn um ókunn lönd Held ég enn í veika von vígamaður Óðinsson Göngum móti glötun og dauða gjótur þar bíða og fen Þar geta tryllingsleg trén tekið þig niður og skellt þér á knén Nýtum daginn og nóttina rauða neitum að ganga í fen Vörumst að taki' okkur trén Gegn Tý, Þór og Óðni við föllum á knén Ófærur og dauðans dýr drepa þann sem burtu flýr Höldum áfram, heiðnir menn himnaranir þeir falla senn Tölunni við týnum brátt tættir sundur smátt og smátt Held ég enn í veika von vígamaður Óðinsson Frændur mínir, fóstbræður fylgið mér um ófærur Deyi sá er deyja á dugi sá er ætla má Held ég upp á heiðina held ég verstu leiðina Held ég enn í veika von vígamaður Óðinsson Göngum móti glötun og dauða