Sálin Hans Jóns Míns - Eltu mig uppi lyrics

Published

0 556 0

Sálin Hans Jóns Míns - Eltu mig uppi lyrics

Næturkulið krafsar í mig keyrir allt í kaf. Langur skuggi engu líkur læðist út á haf. Hvergi banginn keyri ég og kætist yfir því sem ég á í vændum síðar —sem ég stefni í. Mikið var ég feginn því að lifa þessa nótt. Furðulegt þó hvernig fannst mér tíminn fljúga fljótt. Mikið var að vökvar mínir vættu þessa sál. Eigðu við mig erindi á ný. —Eltu mig uppi í nótt. Morgunbirtan bítur í mig —býður góðan dag. Litlir fuglar fyrir utan flauta lítið lag. Tólf mínútur yfir og ég undra mig á því sem ég finn við síðu mína —sem mig heldur í. Ekki líta undan, ekki beygja af leið. Ekki tapa slóðinni, já ekki týna mér ekki týna mér í nótt.

You need to sign in for commenting.
No comments yet.