Sálin Hans Jóns Míns - Getur verið? lyrics

Published

0 386 0

Sálin Hans Jóns Míns - Getur verið? lyrics

Hvert sem ég fer, hvar sem ég er, hvort sem ég dvelst þar eða hér heldur hugur minn til, hugur minn til hjá þér, já hjá þér. Þó rigni í nótt og þarnæstu nótt, þó spáin sé slæm og útlitið ljótt skal ég þramma til þín, þramma til þín og krjúpa á kné. Getur verið að þú viljir mig ei? Getur verið að þú viljir ei mann eins og mig. Í ökkla ég veð slyddu og snjó, arka' yfir eld, ég fæ aldrei nóg. Já, það kemur að því, kemur að því að ég klófesti þig. Tinda ég klíf, hrófla' á mér hnéð, brýt niður berg ef þarf ég þess með. Nei, ég gefst ekki upp, gefst ekki upp og staulast til þín. Getur verið að þú viljir mig ei? Getur verið að þú neitir mér mey? Getur verið að þú viljir ei mann eins og mig? Hvert sem ég fer, hvar sem ég er, hvort sem ég dvelst þar eða hér heldur hugur minn til, hugur minn til hjá þér, já hjá þér Getur verið að þú viljir mig ei? Getur verið að þú neitir mér mey? Getur verið að þú viljir ei mann eins og mig? Lalalalalalala, lalalalalalalala...

You need to sign in for commenting.
No comments yet.