Pascal Pinon - Undir heiðum himni lyrics

Published

0 273 0

Pascal Pinon - Undir heiðum himni lyrics

Undir heiðum himni og undir sólinni eins og fjöllin sit ég alltaf á sama staðnum. En sem skriðjökull á ég það til að taka mér smá göngutúr. En við og við vil ég renna mér sem árnar og fljótin út í vötnin og stinga mér út í lónin. Það er ég það er ég náttúran. Þar sem grasið grær þar sem trén eru allstaðar þar sem blómin vaxa mörg er mig að finna. Í þrastarhreiðri jafnt sem á hafsbotni inn í skógi uppí lofti útum allt. Því þar er ég ég er hér og þar á víð og dreif um óbyggðirnar að bæta mig og breytast. Það er ég það er ég náttúran.

You need to sign in for commenting.
No comments yet.