Muted - Geri ekki greinarmun lyrics

Published

0 196 0

Muted - Geri ekki greinarmun lyrics

[Vers 1: Ari Ma] Finn mig sem ekkert en skynja mig sem allt Birkið springur út þó að vorið það sé kalt Vindarnir blása og rigningin er blíð Mosinn verður grænn og lautin dropafríð Sólin lætur sjá sig eftir vætusaman dag Álfarnir í steinunum þeir vinna mér í hag Þeir vísa mér á þrestina sem sömdu lífsins lag Það hljómar inni' í hjartanu með ævintýrabrag Með áherslum á atkvæðum sem kippa mér í lag Hugfanginn hlusta ég, það hefur hugann hátt Tungurnar í kvæðinu þær hafa mikinn mátt Þær blístra óttalausar og taka allt í sátt Flytja mig í gegnum sína orðalausu gátt Ég enda inni' í hjartanu með ekkert nema slátt Allt er horfið, allt er horfið, allt sem ég hef átt Það eina sem er eftir er að taka andardrátt Birkiþrestir fljúga um og hlægja að mér dátt Margvitrir álfarnir mæla frekar fátt Nafnið mitt og búkurinn, heilahvelið grátt Beinin mín og blóðið mitt, allt þetta er smátt Sumarkvöldið eilífa ótrúlega blátt Betra' en það er fátt Betra' en það er fátt Sumarkvöldið eilífa ævintýrablátt Þú kemur til mín brátt Þú kemur til mín brátt [Viðlag] Hamingjusamur að ástæðulausu Að vera til það er nóg Hugleiðslugamanið fyllir minn haus og Líkaminn baðast í ró [Vers 2: Ari Ma] Með einbeitingu beislaði ég hugann minn í taum Ég hlusta ekki' á egóið, gef því engan gaum Beini orku inná við, finn meðvitundarstraum Fer á bólakaf og vakna upp við draum Ég finn að tími hverfur, mitt innra rými verður Alveg óútskýranlegt í orðum ég reyni' að halda tungunni í skorðum Ég er ekki þessi líkami, ekki þessi hugur Ekki þessar hugsanir Sem fljúga' um líkt og flugur Ég er vitnið að þessu öllu saman hérna inni Geri ekki greinarmun á þinni Meðvitund og minni Þetta' er allt sami vefurinn Lambið og refurinn Plánetan og geimurinn Við erum alheimurinn Alvitur Alveran í alvörunni leik Skiptir sér í búta svo hún verði smeyk Því ef hún myndi alltaf vita að hún væri eitt Myndi henni leiðast og gera ekki neitt Svona er kenningin Hugleiðslu menningin Hjarta-orku stemmningin Sameinaða þrenningin Allt sami hugurinn, líkaminn og sálin Í þungamiðju alheimsins brenna hjarta bálin Brenna inní dýrunum, brenna upp á fjöllum Brenna inní þér og mér, brenna inní öllum [Viðlag] Hamingjusamur að ástæðulausu Að vera til það er nóg Hugleiðslugamanið fyllir minn haus og Líkaminn baðast í ró

You need to sign in for commenting.
No comments yet.