Muted - Ekkert nema lyrics

Published

0 212 0

Muted - Ekkert nema lyrics

[Vers 1: Ari Ma] Ægilega þægilega afslappandi' og róandi Hæfilega fræðilega tímaskyni lógandi Með glundroða ég sundra undraverðu jafnvægi Stunda það að gera stundina að athlægi Rímnareipið situr fast við tungu mína bundið í bringunni er fjársjóður sem allir geta fundið Við hjartabrunninn dansa dýr og dreifa sinni ró Brunnurinn er djúpur - af ástarsjó er nóg Brunnurinn er markaður með fornri galdrarún ég dýfi ofan' í fötunni og fylli' hana upp að brún ég helli yfir dádýrin - ég helli yfir þig Skelli hlæ að lífinu og helli yfir mig ég helli yfir jörðina - glottandi er munnurinn ég fylli aftur fötuna því endalaus er brunnurinn Og eilífur er draumurinn Og taumlaus ástarflaumurinn Vellur yfir alheiminn og brýtur niður varnir Og hjúpar þessar veraldir og gárar þessar tjarnir Nú helli ég í röddina og beini þessum orðum Að öllu sem þú ert, munt verða og varst forðum þú ert ekkert nema ást þú ert ekkert nema ást þú ert ekkert nema ást [Vers 2: Muted] Standandi andandi á stuðlabergsveggi Mundandi frelsandi myndavél úr svefni Munstrin í veggjunum hug minn dáleiða Hvert sem ég lít, hrikaleg hraunbreiða. - Keilurnar og dyngjurnar - ég dáist að þeim öllum Helst þó Herðubreið og umkryngjandi fjöllum Fjallaloftið ferskara - á því er enginn vafi Heimildir frá langafa sitjandi' á rjúpnahafi Hér er best að vera yfir sumar eða vetur Hér liggja mínar rætur um þetta fjallasetur Hlaðandi, staflandi, fylgjandi vörðunum Anandi, blindandi undir snjóbörðunum Arkandi, klifrandi, klífandi upp fjallið Kuldinn hann deyfir, vonandi heyrist kallið Vinurinn, hundurinn, bjargvættur reynist Í storminum, þokunni, lyktarskyn leynist Breiði ég út faðminn og tek á móti straumunum Ég lifi‘ í veruleikanum‘og draumumunum Þeir kalla mig Muted - ekki gleyma‘ þessu nafni Elskið ykkar nánustu af öllu hjartans afli Ég bið ykkur vel að lifa Ég bið ykkur vel að lifa Ég bið ykkur vel að lifa

You need to sign in for commenting.
No comments yet.