Bubbi Morthens - Kossar Án Vara lyrics

Published

0 396 0

Bubbi Morthens - Kossar Án Vara lyrics

Það snjóar hérna úti og garðurinn hann gránar Garðastrætishúsin verða hlýleg að sjá Og kertaljóssins skuggar skrítnum myndum varpa á veggina í stofunni sem ég stari á Og myndirnar þær læðast, lúmskar inn í hugann Leggjast bak við augun og hvísla því að mér Að ástin sé augnablik sem brenni mannsins hjarta í brjósti mínu er eldurinn enn að leika sér Og þau svífa í kvöld snjókornin Sem kossar án vara Og við sem vorum ástfangin Aldrei náðum saman það lá alltaf í loftinu Að ég mundi fara Það snjóar hérna úti og enginn er á ferli Allt er hjúpað rökkri og kertin eru dauð Senn fer hann að birta og bílar vakna kaldir En borgin sefur ennþá og gatan mín er auð

You need to sign in for commenting.
No comments yet.