Hér á norðurslóð, nætur eru dimmar Og napur kuldinn leikur suma illa Á hugardjúpin sækja grýlur grimmar Og gleði dagsins (verulega) spilla. Von og trú mig vantar núna Von og trú sem yljar hjarta Von og trú sem virkjar krafta Von og trú með ljósið bjarta Von og trú sem vekur gleði Von og trú í myrkrið svarta Ýmsir rækja vel, heimskuna og háðið En heldur minna það sem færi betur Að grafa sig í fönn gæti verið Ráðið og gleyma sér í (allan, allan) vetur