Ari Ma - Birkisálin lyrics

Published

0 253 0

Ari Ma - Birkisálin lyrics

Ég er birkisálin, vefari vinda Tungumálin og sefari blindra Ég er byrgisbúi og miðnætursólin gyllir mig eplarauðan Ég hlýði á alvísar fuglasveitir Er perluglit mistursins ruglar og veitir Skóginum svala og sumargræn blöðin Blotna og skapa fiðrildaböðin Ég er ástblíður andi og um mig flæðir alsælu orka augnabliksins Ég er endurspeglun tjarnar í augum arnar sem flýgur um upphiminn Ég er upplifun barna án varna Við komandi blekkingum fullorðinna Sem þó voru blekktir sjálfir Og allt óafvitandi Ég er afvitandi meðvitund Meðvituð um meðvitund Ég er könguló sem veiðir fugla í netin Af guðum var ég getinn Af guðum verð ég etinn Ég er Ég dvel djúpt inni í hjartahellinum Og dansa til eilífðarnóns Ég fæðist og dey samtímis Ég er brennandi hjarta sunnu Ég er alsgnægtar brunnur ástarinnar Ég er það sem ekki má tala um - í virðulegum samkomum Ég er Alveran. Alveran er ég Ég veld sjálfum mér sársauka í þessum klikkaða feluleik við sjálfan mig Ég fer í algleymis stríð En stundum man brotabrot af mér að þetta sé bara leikur og brotið hvíslar að sér: Fundinn Og brotið sameinast mér líkt og ekkert hafi í skorist Ég er kjarni alheimsins Ég er blaktandi strá Ég er munkur vaktandi þrá Frjósemisgyðjan er móður mín Ég er berserkur sem blótar goðin með fórnarblóð í kinnskóginum Ég er ættbálkur horfinna alda og við dönsum við eldinn og drekkum Anda skógarins er svefngaman álfanna tekur við Og Andinn fer með okkur í ferðalag um sjálf okkur: Ég er af því að Við erum Við erum af því að ég er Ég er Alvitur Alveran Almáttug Alandi Allt í Almyrkva Alheimsins Hvað ert þú?

You need to sign in for commenting.
No comments yet.