Ari Ma - Ayahúasca lyrics

Published

0 117 0

Ari Ma - Ayahúasca lyrics

[Vers 1: Ari Ma] Flæðandi æðandi blæðandi tár Fræðandi nærandi græðandi sár Ár eftir ár, kætandi sál, lærandi mál Með röddinni þræðandi nál Bætandi málfarið, bætandi málfarið Keppi við sjálfan mig, heppinn að álfarnir þjálfa mig alfarið Vanda mig, anda í hjartanu Fyllandi frumurnar fyllandi frumurnar Gyllandi sögurnar gyllandi sögurnar Hryllileg drög, spillingin samþykkir lög Fyrir þá ríku, partur af klíku, geðsýki ríkir í ríkinu Maðurinn siðaður, byssunum miðað því Hugurinn geðveikur, brenglaður, bilaður Skilurðu skildingastríðin? Hugsanir hanga í henglunum Hugsa' að ég heyri í englunum Hlægjandi að hljóðunum fullur af ljóðunum Gleður mig gróðurinn, fullur er sjóðurinn Fyllist af eldmóði, auðveldast róðurinn Bróðir minn tröllið er óður í gljúfrunum Hjúfrar sig fálkinn sem fyllir upp óðölin Hátt upp í klettunum, hátt upp í klettunum Vættir í hellunum, í heila sellunum Í orða brellunum, eldinga hvellunum Geltandi' á mannverur, eltandi sannleikann Veltandi steinum, meltandi orðin í leynum Dettandi niður í gryfjuna, klifrandi upp til að hafa' allt á hreinu Finnandi flæðið í hjartanu, huganum bjarta, ég get'ekki kvartað Skartandi rósum ég hverf inn í algleymið svarta Gáfaðir blómálfar gáfu mér kvæðasafn Ljóðstafir ráfandi ‘um síðurnar, bókin er þýdd Steinarnir talandi titra í tálsýnum vitranir flytja mig í aðra vídd Glitrandi fegurð í demantalandinu, regnboga litaða sandinum Glansandi blómarós dansandi ansandi seyðandi Himininn vinur minn breiðandi úr sér í blámanum deyfandi skýin en Draumana hreyfandi straumana leiðandi Himneska gleðin á hverfanda hveli í lífsöldum freyðandi Breiðandi úr sér í verðandi verum sem veiðandi, deyðandi Eyðandi hugsunum, greiðandi veginn að eilífu spekinni Tek ég mér töfrandi varir og rek mig í blekið sem lekandi Verður að formunum, þrífandi hugana, rífandi‘ í hjörtun Útrýmandi ormunum, seitandi hormónum, neitandi mormónum, Leitandi' í sprungunni, þunginn er dynjandi, sungið með hrynjandi, Hugrekki gefandi gungunni, beitandi lunganu Breytandi bölvun í blessun með tungunni [Vers 2: Ari Ma] Til að geta tekið þetta' á hundraðföldum hraða Þyrfti ég að anda djúpt og láta bara vaða Þetta' er hreini hljómurinn sem Laxness var að tala' um Tilfinningar grípa mig og ég hef bara val um Hvaða viðbrögð gef ég öllu sem að hendir lífið Stundina ég samþykki og sáttin endar stríðið Anda inn og friður fyllir rýmið, yfir tekur grínið Ég held að það sé alltaf eitthvað til að gleðjast yfir Sendi allar þakkir mínar jörðinni sem lifir Veröldin er dularfull og fáir hafa farið Alveg inn í eigin veru til að finna svarið Sveimar um í huganum hin tímalausa þekking Segir mér í alvöru að tilveran sé blekking Ímyndaðu þér að allt í þessum stóra heimi Byggist upp af meðvitund sem felst í öllu' í leyni Og að þú sért hluti' af því sem fyllir allan geyminn Og bara manst það ekki því að þú ert frekar gleyminn Farðu að kynnast sjálfum/sjálfri þér, ekki vera feiminn Í Amazon skóginum fann ég mér shaman, hann rétti mér seiði Seiðkarlinn blés á mig, hrópaði, hristandi laufvöndinn, hvað er á seyði? Alsvarta sullinu hellti ég í mig Bragðið var viðbjóður, festist í munninum Nóttin var dimm og drykkurinn hrærði í uppsprettu brunninum Inn í mér ólgaði ógurlegt afl, andinn í skóginum gaf mér nýtt nafn Æla úr maganum, hvað hef ég komið mér út í? Nú sný ég ei við Eftir smá bið, fann ég að ég var detta' inn í sálina Leið eins og ég myndi' að eilífu falla í myrkrinu Falla' inn í sjálfan mig, falla' inn í frumskóginn Falla' inn í alheiminn Undraverð hugleiðsla, Alveran kynnti sig, hleypti mér inn Krafturinn titrandi tók í mér bólfestu Óttinn við dauðann hann gufaði upp Egóið grín Nú er ég Almáttug Ódauðleg vera Allt er mér opið, hvað vil ég gera?

You need to sign in for commenting.
No comments yet.