(Verse 1: Arnar Freyr)
Senn mun lengsti vetur í mínu mannaminni líða undir endalok
Þá get ég dregið gardínurnar frá og loftað um rotið kot
Og hætt að tæma tóma vasa mína fyrir skammtímabros
Bros, bros, bros
Ég hef heyrt að hrafninn syngi dægurlög sín fegur en nokkur fugl
Og ég hef heyrt þótt að daginn lengi þá sé líf okkar stutt
Að lokum heyrði ég að það sem fellur leitar að lokum upp
Upp, upp, upp
Von er á grænna grasi – von er á grænna grasi þeim megin sem ég bý
Ég sperri þumalinn við gullinn veg og beini' honum heim til mín
Ét eigið hold og í blóð morgunmat – mitt brauð og mitt eigið vín
Mattar perlur og villisvín, það sem að skerpir mína sýn-
Ist máninn ætla' að tjalda öllu til á heiðskýrum himni' í nótt
Þá vex mér feldurinn, um skóginn á fjórum loppum læðist hljótt
Ég bera tennurnar og naga af mér þrönga ól í nætursól
Sól, sól, sól
(Verse 2: Helgi Sæmundur)
Það er svo einfalt að einfalda raunveruleikann
Fljóta yfir ljóta fólkið, skjótast milli heimshorna
Ég syndi yfir fjögur höf, baksund svo ég sjái
Stjörnurnar segja mér til vegar, þangað sem ég þrái
Hljóti ég vota gröf og aldrei næstu strönd ég sjái
Reyndi ég þó að sleppa við hlekkina sem að ég setti sjálfur á mig
Og það er meira virði en flest svo það fær ekkert á mig
Lærði að elska daginn þegar ég og nóttin urðum náin
Tíminn, mik** eða lítill
Úrið mitt er stopp en það er tvisvar rétt yfir sólarhringinn
Leyfðu mér að taka annan dans yfir taktana sem að hann spilar
Á heimsendi þá vil ég segjast hafa lifað
Dögunum með dögun fækkar samkvæmt sögum
Satt eða logið er ég alltof freðinn til að skilja það
Leyfðu mér að taka annan dans yfir taktana því ég vil halda í það
Að deyja, vitandi að ég hafi lifað