Þýður blær af hafi kemur
og vekur minningar,
—er við hittumst fyrsta kvöldið út með sjó.
Augu þín þau sögðu margt,
þau lýstu þinni sál.
Og við samleið áttum ofurlitla stund.
Komdu með mér, komdu með mér
á ströndina.
Komdu með mér, komdu með mér
á ströndina.
—Og byrjum frá byrjun á ný.
Hvessa tók í sjávarmáli
og flæddi óðar að.
Ísköld örlögin við réðum ekki við.
Áttum ekki samleið lengur
og fórum okkar leið.
En innst í hjarta mínu sá ég eftir þér.
Komdu með mér, komdu með mér
á ströndina.
Komdu með mér, komdu með mér
á ströndina.
—Og byrjum frá byrjun á ný.
Er ég heyri ölduniðinn
ég hugsa oft til þín.
Og ég kreppi hnefann reiður út í sjálfan mig.
Sandurinn í glasinu
hann rennur brátt sitt skeið.
Út við hafið bláa ég valdi mína leið.