Eldingar
þjóta um himinhvolfið.
Þrumurnar
dynja í eyrum mér og regnið lemur
—regnið lemur andlitið.
Brostinn streng
finn ég í hjarta mínu.
Örvænting
hleðst upp í huga mér, ég gæti hlaupið
—gæti hlaupið í burt frá þér.
Ég öskra á nóttina,
ég öskra á þögnina,
ég öskra á allt það illa sem er til.
Vonleysi
í gegnum tímann hefur þjakað mig
og kaldur sársaukinn sem dregur úr mér
—dregur úr mér allan mátt.
Minningar,
í gegnum hugann fljúga ósigrar
ævina endalaust,
ég verð að berjast
—verð að berjast þér við hlið.
Eld og ís
finn ég í æðum renna.
Samviskan
bergmálar fjöllum í -já nú skal sverfa,
nú skal sverfa grimmt til stáls.