Færðu mér á silfurfati hamingju og ást.
Mundu mig, og ég man þig
—endaluast, endalaust.
Bestan kostinn skaltu fá,
biðilsbuxum er ég á.
Ég vil verða halur þinn
—og þú verður mitt sprund.
Gefðu mér,
—gefðu mér allt það sem ég girnist mest.
Gefðu mér,
—gefðu mér heilan her,
auga, aur, -já hvað sem er.
Gefðu mér,
—gefðu mér beggja skauta byr í nótt.
Gefðu mér,
—gefðu mér góðan gaum,
en samt þó svolítið lausan taum.
Seinna skal ég laun þér allt sem þú færðir mér.
Skrýtið hvernig góðir hlutir geta fjarað út.
Ekkert getur þó samt varað
endalaust, endalaust.
Stundum hleypur kapp í kinn
síðan mætast stálin stinn.
Þú vilt ganga þinn veg já
og ég vil ganga minn.