Svartir fingur við flygilinn
fannhvít klæðin, söngvarinn
hefur fólkið í hendi sér
horfir yfir salinn
og samtímis í augu mér
Hann segir:
"Feður, mæður, stokkum spil,
systur, bræður, við megum til.
Bugumst ei, hvergi hvika má,
það er brýnt að átta sig á því hvað hér gengur á.
Það þarf að snúa við blaðinu og dæminu.
Það þarf að taka til hendinni af alefli"
hann ítrekar, "það þarf að söðla um,
það þarf að byrj'upp á nýtt"
Handan mæra er maðurinn
fleir'og annað er líkaminn.
Og hann mælir og meinar það
"Mjög er brýnt að átta sig á því hvað hér amar að.
En sennilega erum við ennþá stödd á sama stað.
Það þarf að snúa við blaðinu og dæminu
það þarf að taka til hendinni af alefli"
hann ítrekar, "það þarf að söðla um
það þarf að byrj'upp á nýtt
Það þarf að snúa við blaðinu og dæminu
Það þarf að taka til hendinni af alefli.
Við skulum breyta og brúa bil, við megum til.
Við skulum útrýma afbrýði með ástinni
Ég árétta, við skulum söðla um,
það þarf að byrj'upp á nýtt.
Það þarf að söðla um, eflast í andanum,
við skulum byrj'upp á nýtt"