Hreinn og beinn velvakandasveinn,
grætur á næturnar er stelpurnar sæturnar
þær fara hjá, ei þær líta á.
Ástsælu stelpurnar, helvítis guggurnar.
Hlýr og kær velvakandablær
lætur sig varða hann, vakanda sveininn þann
sem bíður við, við og við og við
erum nú orðin tvö, chikirí og kalílö
Velvakandasveinn!
Velvakandasveinn!
-Blóm né bý, get ei reddað þeim,
sem hlusta ekki á sálina en tárast í sorgarbað.
Það líður hjá, enginn lítur á
tárvotar stúlkurnar, aumingja guggurnar.
chikirí kalilalilö
Hlaupa um slétturnar mánuðum eftir að
það fór sem fór, fór sem fór og fór
-þekki ég krakkana þá veit ég að þeir smakka það
Þau hljóta að smakka það sem ekki má,
árni á á á á á,
bragðgóðar beljurnar, vínrauðar fenglegar,
alkóhól dregur fyrir sól,
æskan hún leyfir sér lyftingar í nóvember
Jólaball, koffínduft og skrall
þynnkan er gleðileg því skólinn er lokaður.
- fall á önn -, boðar engin bönn -
gjafirnar koma samt, jólaöl og jólamat
Velvakandasveinn!
Velvakandasveinn!
Hreinn og beinn velvakandasveinn
finnur loks stúlkuna, léttstýra hýreyga
hlýr og kær velvakandablær
lætur sig varða hann vakandasveininn þann
Velvakandasveinn!
Velvakandasveinn!