Viðlag:
Hefjið gleðihljóma
Tórið þessa bjóra
Heiðrið rapparann
Miskunn hans er mikil
Máttarverkinn stór
Lofið mc bjór
Já lofið mc bjór
Hefjið gleðihljóma
Heyrið rödd hans ljóma
Heiðrið rapp skaparann
Miskunn hans er mikil
Máttarverkinn stór
Lofið mc bjór
Já lofið mc bjór
Af hverju er tónlistinn mín ekki þekktari ?
Af hverju eru ekki fleiri sem respecta mig ?
Af hverju eru ekki fleiri sem spæsa bjór á mc bjór
Og erað fílamig?
Yo inn og útúr dögunum
þið eruð að bleisa
En ég meisa og freebasa
Oldschool eins og lopapeysa
það er hneisa
þessi rappkveisa
Heldur mér aftur
Sökka mc enginn kraftur
æði gegnum flæðið
Glæði eldstæðið
Beatið og rappið
ég geri það bæði
Og þig fræði þrái ró og næði
Kannski enginn meistara taktasmiður
Né hinn færasti rappari
En ég veit um 100 gaura þarna úti sem eru slappari
Held viriðingu til haga reyni að laga fordóma og fávita
Sem dissa bara samkynhneigða fokking fordómar
Og kvennhatarar þetta er ekki leiðinn
í mér blossar reiðinn
Sór því eyðinn
Til að reyna að breyta
Visku leita
Dreyfa ást og kærleika
Og halda svo tónleika
því bjór elskar dömur
Amöbudömur, sumardömur ömmur og mömmur
En bjór er reiður yfir stjórnmálamönnum
Boðum bönnum, beygluðum pönnum
Hrottum, hnuplurum og ofbeldismönnum
Viðlag:
Hefjið gleðihljóma
Tórið þessa bjóra
Heiðrið rapparann
Miskunn hans er mikil
Máttarverkinn stór
Lofið mc bjór
Lofið mc bjór
Hefjið gleðihljóma
Heyrið rödd hans ljóma
Heiðrið rapp skaparann
Miskunn hans er mikil
Máttarverkinn stór
Lofið mc bjór
Lofið mc bjór
ég er með málfræðilega yfirburði á öllum sviðum
Sprengi skalann í kústaskápum sem og sviðum
Elska friðinn strík svo kviðinn
Sinan sviðinn eftir eldinn úr flæðinu
það rýkur úr eyrunum er ég freestyla á svæðinu
Bræði burtu klakabrynjuna með fáránlegum rímum
Sem ég sankaði að mér í tímaflakki á fornum tímum
Einn slungnasti mannfjandi á þessu landi
þegar ég fer út í búð geng með 10 mc's í bandi
Ferskari en hundasúra súrari en rabarbari
Blautari en dós í baði eða tappi í baðkari
Slingari en hringur og lengri en apríl
Dreykkfeldari en dani með meira skegg
En talibani, tignarlegri en svanur
Dýpri en hafið, og áður en þú veist
Verður allt afstaðið
Af hverju er tónlistinn mín ekki þekktari ?
Af hverju eru ekki fleiri sem respecta mig ?
Af hverju eru ekki fleiri sem spæsa bjór á mc bjór?
Og erað fílamig?